- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Undanfarna mánuði hefur verið í gangi vinna við stofnun unglingráðs og skilgreiningu verkefna þess og er það stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls mikið ánægjuefni að fá þau Írisi Ósk og Guðmund Helga til starfa fyrir deildina. Þau munu nú taka sér tíma til að læra inn á hlutina enda mikið verk að koma starfi unglingaráðs af stað. Unglingaráð hefur ekki verið starfandi í deildinni um þónokkurt skeið en varla þarf að taka fram mikilvægi þess að hafa slíkt ráð starfandi enda stefna knattspyrnudeildar að hlúa vel að barna- og unglingastarfi deildarinnar.
Á foreldrafundum haustsins verða skipuð foreldraráð í hverjum yngri flokki fyrir sig og munu þau ráð fyrst og fremst hafa samskipti við unglingaráð, sem hefur forystu í málefnum yngri flokka. Í náinni framtíð er svo stefnt að fullum aðskilnaði á fjárhagi meistaraflokka annarsvegar og yngri flokka hins vegar.
Við sama tilefni og þau Íris og Guðmundur tóku formlega að sér verkefni innan unglingaráðs var gefin út ný og endurbætt handbók knattspyrnudeildar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um almenna starfsemi deildarinnar en hafa ber í huga að ekki fer öll starfsemi enn fram innann þess ramma sem bókin setur. Við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér handbókina en hana má nálgast hér.