21.03.2023
Grétar Karlsson
Vormót JSÍ 2023 Þann 18. mars var haldið Vormót yngra flokka á Akureyri. Í þetta sinn fóru þrír keppendur frá Tindastóli á mótið. Jóhanna María lenti eins og oft áður í þeirri stöðu að engar stelpur voru í hennar aldurs- og þyngdarflokki og keppti hún því upp fyrir sig í U15 -48kg flokki. Caitlynn Morrie og Freyr Hugi fengu hins vegar andstæðinga í sínum flokkum. Freyr Hugi, nýorðinn 16 ára, keppti í U18 -66kg flokki og stóð sig vel en tapaði báðum sínum viðureignum. Caitlynn Morrie keppti í sama flokki og Jóhanna María og sýndi flotta takta sem skilaði henni þriðja sæti eftir einn sigur og tvö töp. Jóhanna María vann hins vegar allar sínar glímur og hreppti fyrsta sætið. Á endanum komum við því heim með eitt gull, eitt brons og einnig þrjú breið bros. Nýja lukkudýrið okkar “Ása” stóð sig líka mjög vel en hún var ekki sú eina sem studdi okkar. Við fengum frábæran stuðningsmannahóp með okkur frá Júdódeildinni og var mjög gaman í ísferðinni að loknum keppnisdegi. Allir stóðu sig mjög vel og urðu deildinni til sóma. Núna höldum við áfram að æfa af fullum krafti þar sem þetta var bara fyrsta JSÍ-mót ársins.