- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Karatefélagið Fram á Skagaströnd bauð til æfingabúða með Karin Hägglund í íþróttahúsinu á Skagaströnd um síðustu helgi.
Karin kemur frá Svíþjóð og er margfaldur Norðurlandameistari í kata og hefur nú síðast unnið með sænska katalandsliðinu. Hún hefur áður komið til Íslands til að þjálfa íslenska landsliðið. Um síðustu helgi kom hún til Skagastrandar og var með æfingabúðir fyrir börn og konur.
Bryndís Valbjarnardóttir er þjálfari hjá Karatefélaginu Fram á Skagaströnd og bauð hún iðkendum Júdódeildar Tindastóls á æfingabúðirnar til að prófa karate sem er, líkt og júdó, japönsk bardagaíþrótt. Um var að ræða einstakt tækifæri til að prófa karate undir handleiðslu frábærra þjálfara.
Samtals voru fimm æfingar haldnar frá föstudegi fram á sunnudag. Morgunæfingar voru fyrir alla, börn og konur, en eftirmiðdagsæfingar voru einungis fyrir konur.
Æfingabúðirnar heppnuðust afar vel og voru gestir heillaðir af fegurð bæjarins og því góða og óeigingjarna karatestarfi sem Bryndís hefur sinnt á Skagaströnd. Þess má geta að Bryndís hefur verið gestaþjálfari Júdódeildar Tindastóls í Blönduðum Bardagalistum og mun hún vera með karateæfingu næstkomandi fimmtudag frá klukkan 20:20 til 21:45.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingabúðunum sem teknar voru af Bryndísi Valbjarnardóttur og Graciete Das Dores.