- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Síðasta haust ýtti Júdódeildin úr vör námskeiði í blönduðum bardagalistum, sem samanstóð af æfingum í Jujitsu, Kickboxi og Boxi. Vegna góðrar aðsóknar og áhugasamra þjálfara var ákveðið að bjóða aftur upp á þetta námskeið á vorönn.
Að þessu sinni hafa Júdó og Karate bæst við bardgalistavalið og verður því boðið upp á fimm mismunandi bardagalistir á námskeiðinu. Búið er að opna fyrir skráningar sem fara rafrænt fram í gegnum NÓRA. Aldurstakmark er tólf ár (fæðingarár 2006 og fyrr) og hámarksfjöldi er tuttugu.
Iðkendur Júdódeildar TIndastóls sem hyggjast skrá sig eru beðnir um að senda tölvupóst á judo@tindastoll.is í stað þess að skrá sig beint í gegnum NÓRA til að tryggja það að fá helmings afsláttinn.
Einnig er gefinn hjónaafsláttur, helmingsafsláttur annars aðilans, og vakin er athygli á því að ef iðkandi, sautján ára eða yngri, á systkini sem æfir júdó fær sá einnig helmingsafslátt.