- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll mætti með 2 keppendur á Haustmót JSÍ í öllum aldursflokkum sem haldið var í Grindavík laugardaginn 14. október og var í umsjón Júdódeildar UMFG. Keppendur voru sextíu og fimm frá tíu félögum.
Iðkendur okkar voru enn og aftur til fyrirmyndar og aðrir þjálfarar og áhorfendur tóku eftir því hvað hópurinn var flottur.
Freyr Hugi er í U18 flokki og þarf því að keppa við iðkendur sem eru yfirleitt eldri og hafa þar með mun meiri reynslu í keppni. Að þessu sinni þurfti hann að keppa við Júdókappa með svart og brúnt belti. Hann stóð sig vel og hefur bætt sig mikið. Hann varð þriðji. Jóhanna María var í fyrsta skipti í langan tíma í réttum flokki (t.d. U13, -44kg, kvk) og vann öll sín glímumerki. Hún vann 2 af 3 viðureignum Ippon og endaði í fyrsta sæti.