- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Júdóæfingar hefjast hjá Júdódeild Tindastóls næstkomandi mánudag, 17. september.
Júdóæfingar verða á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum samkvæmt æfingatímatöflu. Að þessu sinni er iðkendum skipt upp í tvo aldurshópa þar sem yngri hópurinn samanstendur af iðkendum 10 ára og yngri. Þó eru yngri iðkendur, sem æft hafa áður, velkomnir að mæta á æfingar eldri hópsins.
Nýr þjálfari, Annika Noack, mun sjá um æfingar yngri hópsins á mánudögum. Einar Örn Hreinsson mun sjá um aðrar æfingar á Sauðárkróki og Jakob Smári Pálmason mun sjá um æfingar hjá Neista á Hofsósi, sem fara fram í Höfðaborg frá klukkan 14:30 til 16:30 á þriðjudögum.
Haldið verður áfram með námskeið í Blönduðum Bardagalistum sem haldin eru á fimmtudögum frá 20:20 til 21:45 þegar ekki er heimaleikur í Síkinu. Þar verður boðið upp á karate, júdó, íslenska glímu, box og kickbox. Alls samanstendur námskeiðið af níu æfingum, þremur í boxi og kickboxi og einni í karate, júdó og íslenskri glímu. Sjá nánar æfingatímatöflu. Þjálfarar verða Erla Guðrún Hjartardóttir og Jón Kolbeinn Jónsson (box), Judith Bischof (kickbox), Sævar Már Þorbergsson (íslensk glíma), Bryndís Valbjarnardóttir (karate) og Einar Örn Hreinsson (júdó).
Opnað hefur verið fyrir skráningar á námskeiðin í gegnum NÓRA (sjá leiðbeiningar) og vakinn er athygli á systkinaafslætti sem er útskýrður með verðskránni. Hægt er að leigja búning hjá deildinni til að byrja með en einnig er boðið upp á að kaupa búning þegar líður á önnina.