- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Grunnskólinn austan Vatna var með íþróttadag fyrir alla nemendur skólans á Sólgörðum í Fljótum í gær. Júdódeild Tindastóls var boðið að vera með júdókynningu í tilefni dagsins en einnig var nemendum boðið upp á sund, ratleik og jóga.
Nemendum skólans var skipt upp í fjóra hópa sem hver um sig fékk að spreyta sig á þeim fjórum greinum sem í boði voru í fimmtíu mínútna lotum. Júdókynningin fór fram í stóra salnum þar sem júdódýnum hafði verið komið fyrir.
Þó margir hafi verið að prófa júdó í fyrsta sinn voru þó nokkrir nemendur sem ekki eru ókunnugir íþróttinni, sem er stunduð á Hofsósi undir handleiðslu Jakobs Smára bónda Pálmasonar í Garðakoti. En á Hofsósi hafa á milli tíu og tuttugu iðkendur æft reglulega í vetur.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem voru teknar á júdókynningunni.