- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Keppnisferđ í júdó til Hollands og Belgíu
Í janúar fór Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, sem er iðkandi í Júdódeild Tindastóls, í heimsókn til ömmu sinnar og afa í Þýskalandi. Ferđin var einnig notuđ til ađ freysta gæfunnar í keppni í júdó á erlendri grundu í fyrsta skipti. Jóhanna María keppti á tveimur alþjóðlegum mótum, annars vegar á Trofee van de Donderslag í Belgíu og hins vegar Matsuru Dutch Open Espoir í Hollandi.
Í Belgíu keppti Jóhanna María í flokk U13, -40kg. Hún stóđ sig mjög vel og endađi í öđru sæti eftir að hafa unnið tvær viðureignir en orðið að lúta í lægra haldi í jafnri úrslitaglímu.
Mótið í Hollandi var mjög stórt með keppendum frá mörgum löndum, s.s. Sviđjóđ, Finnlandi, Italíu og Litháen. Jóhanna María keypti upp fyrir sig í aldri í U15, -36kg flokki. Þar tapaði hún tveimur viðureignum sínum þrátt fyrir að hafa átt góða möguleiga á sigri í þeim báðum. Í fyrri viðureigninni skoraði hún waza-ari en tapaði svo á ippon eftir hörku viðureign. Í seinni glímunni var andstæðingurinn nokkuð stærri og þó hún hefði verið ansi nálægt því ađ fá skor tapađi hún á endanum.
Þjálfarinn er mjög ánægđur međ frammistöđuna og Jóhanna María stóð sig sannarlega með prýđi í sínum fyrstu keppnum á þessu stóra sviði.