- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll átti níu keppendur á íslandsmóti yngri flokka sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík í gær. Þetta mót er fyrir ellefu til tuttugu ára og er keppt í þyngdar- og aldursflokkum. Alls tóku 112 keppendur þátt í mótinu frá ellefu júdófélögum.
Hópurinn fór suður til Reykjavíkur á föstudagskvöldið og gistu keppendur og fylgdarlið viðs vegar um borgina hjá vinum og ættingjum.
Eftir að vigtun lauk á laugardagsmorgninum klukkan 9 höfðu keppendur klukkutíma til að undirbúa sig fyrir átökin - en mótið sjálft hófst upp úr klukkan 10. Árangur hópsins á mótinu var góður og unnust alls eitt silfur og þrjú brons. Þorgrímur Svavar Runólfsson varð í öðru sæti í Dr. U15+90, Tsvetan Tsvetanov Michevski varð þriðji í Dr. U18-90, Viktor Darri Magnússon varð þriðji í Dr. U15-60 og Ása María Sigurðardóttir varð þriðja í St. U15-52. Aðrir keppendur stóðu sig líka vel og í heildina unnust margir góðir sigrar og eiga allir keppendur skilið gott hrós fyrir að hafa sýnt metnað, hugrekki og háttvísi.
Eftir að mótinu lauk skemmti hópurinn sér í leiktækjunum í Smáralindinni í smá tíma áður en lagt var af stað heim á leið.