- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Opin æfing kvennalandsliðsins í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Þar æfðu bestu júdókonur landsins ásamt ungum og efnilegum.
Landsliðið var með æfingabúðir á Sauðárkróki um helgina. Alls voru æfingarnar fjórar talsins, kvöldæfing á föstudaginn, morgun- og eftirmiðdagsæfing á laugardaginn og loks morgunæfing á sunnudaginn. Hús Frítímans var gististaður gestanna og afdrep milli æfinga.
Eftirmiðdagsæfingin á laugardaginn, í gær, var opin og voru allir velkomnir að fylgjast með æfingunni. Eftir æfingu var júdókonunum og gestum boðið upp á grillað KS lambakjöt og óhætt að segja að þó nokkur þörf hafi verið fyrir kjarngóða næringu eftir átök dagsins. Eftir sunnudagsmorgunæfinguna í dag var svo komið að leiðarlokum og héldu þátttakendur hver til síns heima eftir góða júdóhelgi.
Júdódeildin vill koma á framfæri bestu þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu til við undirbúning og framkvæmd æfingabúðanna og einnig til Sveitarfélagsins og Árskóla fyrir velvilja og veitta aðstöðu.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Einar Örn Hreinsson tók á opnu æfingunni í gær.