- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Vinir okkar í Pardusi á Blönduósi kíktu í heimsókn síðast liðinn miðvikudag og tóku þátt í sameiginlegri æfingu áður en allur hópurinn skellti sér á Strumpana í Bifröst.
Það var fjör á æfingu í gær þar sem á fimmta tug júdóiðkenda frá Pardusi á Blönduósi og Tindastóli tóku þátt. Yngstu iðkendurnir voru áberandi á þessari æfingu og ljóst að framtíðin er björt hjá þessum félögum með þennan fjölda ungra iðkenda.
Eftir að hafa tekist á í glímum og leikjum á júdóæfingunni sem stóð frá klukkan 16:50 til 18:30 skellti hópurinn sér í bíó í Bifröst klukkan 19 og skemmti sér yfir nýju strumpamyndinni. Ekki var að sjá annað en að allir hafi gengið ánægðir - og ef til vill svolítið strumpaðir - út úr bíósalnum eftir góðan dag.