- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Fimm kepptu fyrir hönd Júdódeildar Tindastóls á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó sem fram fór í Grindavík í gær.
Haustmót JSÍ (Júdósambands Íslands) yngri flokka var haldið í Grindavík í gær. Keppendur voru samtals 51 frá átta Júdófélögum. Mótið var fyrir árganga 1997 til 2006 og var keppt í aldurs- og þyngdarflokkum.
Vegna fjarlægðar til Grindavíkur var ekið þangað á föstudaginn fyri mót og gist í Grunnskólanum í Grindavík. Eftir vigtun frá 9:30 - 10:00 um laugardagsmorguninn stóð mótið yfir frá 11:00 til 15:00.
Keppendur Tindastóls stóðu sig vel á mótinu og þar bar hæst að Tsvetan Tsvetanov Michevski vann til gullverðlauna í sínum flokki. Í sama flokki varð Þorgrímur Svavar Runólfsson í þriðja sæti, en hann keppti upp fyrir sig í aldri. Viktor Darri Magnússon og Arnór Freyr Fjólmundsson höfnuðu í öðru sæti í sínum flokkum og Magnús Elí Jónsson varð fimmti í sínum flokki. Nánari úrslit mótsins má sjá hér.
Eftir mót hélt hópurinn til Egilshallar og skemmti sér í keilu og snæddi áður en lagt var af stað heimleiðis.