- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tsvetan Tsvetanov Michevski hlaut í dag afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur.
Það voru bræðurnir Ómar Bragi og Stefán Vagn Stefánssynir ásamt Ingvari Hrannari Ómarssyni sem afhentu bikarinn á styrkúthlutunarsamkomu Menningarsjóðs KS fyrr í dag. En það eru þeir bræður og systir þeirra Hjördís sem árlega velja ungan og efnilegan íþróttamann eða konu til að hljóta þennan bikar.
Tsvetan hóf að æfa júdó hjá Júdódeild Tindastóls í september 2016, þá nýlega fluttur á Sauðárkrók frá Búlgaríu ásamt foreldrum og yngri systur. Hann hafði fyrir grunn í fjölbragðaglímu en var þarna að stíga sín fyrstu skref í júdóíþróttinni. Með góðri ástundun og augljósum hæfileikum hefur Tsvetan tekist að ná ágætum árangri á æfingum og í keppni. Skemmst er að minnast þess að hann varð í fyrsta sæti á haustmóti yngri flokka Júdósambands Íslands sem haldið var í Grindavík á haustmánuðum.
Umfram allt er Tsvetan góður æfingafélagi og fyrirmynd fyrir yngri iðkendur júdódeildarinnar og hann hefur alla burði til að ná langt í júdóíþróttinni eins og hverju öðru sem hann tekur sér fyrir hendur.
Við hjá Júdódeild Tindastóls óskum Tsvetan hjartanlega til hamingju með afreksbikarinn og hlökkum til að vinna með honum í framtíðinni.