- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Vetrarstarf Júdódeildar Tindastóls hefst mánudaginn 18. september. Alls verða fjórar júdóæfingar í viku fyrir alla aldurshópa auk þess sem boðið verður upp á námskeið í blönduðum bardagalistum.
Æfingar fara fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki líkt og á síðasta starfsári. Júdóæfingum verður ekki skipt upp eftir aldri að þessu sinni, heldur æfa allir aldurshópar saman samkvæmt æfingatímatöflu.
Einnig verður boðið upp á þriggja lotu námskeið í blönduðum bardagalistum á haustönn fyrir 12 ára og eldri. Hver lota samanstendur af þremur æfingum í Jujitsu, Kickboxi eða Boxi. Námskeiðið er því samtals níu æfingar sem fara fram á fimmtudögum klukkan 20:20 – 21:45 samkvæmt æfingatímatöflu. Þetta námskeið er frítt fyrir júdóiðkendur og er fjöldi þátttakenda takmarkaður.
Skráningar á námskeiðin fara fram rafrænt í gegnum NÓRA. Verðskrá er hægt að nálgast hér.
Þjálfarar eru: Einar Örn Hreinsson (Júdó), Arnar Már Elíasson (Jujitsu), Magnús Freyr Gíslason (Jujitsu), Judith Bischof (Kickbox), Erla Guðrún Hjartardóttir (Kickbox, Box) og Jón Kolbeinn Jónsson (Box).