- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Vormót Tindastóls í Júdó var haldið í dag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Keppendur voru 40 talsins og komu frá fimm júdófélögum: Draupni á Akureyri, Pardusi á Blönduósi, JR í Reykjavík og Júdódeild Ármanns í Reykjavík auk Tindastóls.
Mótið byrjaði með sameiginlegri æfingu allra keppenda upp úr klukkan 10 þar sem farið var í nokkra lauflétta júdóleiki eftir góða upphitun. Eftir æfingu var keppendum skipt upp í flokka eftir aldri og þyngd og hófst mótið sjálft klukkan 11:30.
Hart var barist og mátti sjá góð tilþrif í mörgum glímum. Áhorfendur skemmtu sér auðsjáanlega vel og hvöttu sína menn á gólfinu. Að lokinni verðlaunaafhendingu var keppendum og fylgdarliði boðið í grill í matsal Árskóla. Allir fóru því mettir og sáttir heim á leið eftir góðan júdódag.
Úrslit mótsins og myndir teknar af Katharinu Sommermeier má sjá hér fyrir neðan..
.