- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Bæði 10. flokkur drengja og drengjaflokkur eru úr leik í Bikarkeppni KKÍ. 10. flokkur tapaði hér heima gegn KR og Hamar/Þór lagði drengjaflokkinn fyrir sunnan.
Leikirnir fóru fram á föstudag og laugardag. Hingað heim komu KR-ingar í heimsókn og léku við 10. flokkinn. KR-ingar eru með sterkt lið í þessum flokki og þeir unnu öruggan sigur á okkar strákum 45-72.
Drengjaflokkurinn heimsótti sameiginlegt lið Hamars/Þórs á laugardaginn og töpuðu þar. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-14 fyrir heimamenn. Sunnlendingar hófu annan leikhlutann á því að skora 14-3 og því var staðan orðin erfið. Í hálfleik leiddu heimamenn 53-39. Strákarnir okkar gyrtu sig heldur betur í brók og komu dýrvitlausir til leiks í þriðja leikhluta. Unnu hann örugglega 13-25 og staðan allt í einu orðin 66-64 við upphaf síðasta leikhlutans og allt opið. Strákarnir héldu áfram og minnkuðu muninn í eitt stig 70-69 en þá kom slæmur kafli þar sem heimamenn skoruðu 12-0 og réðust úrslitin á þessum kafla. Liðin skiptust á að skora eftir þetta áhlaup og niðurstaðan tap okkar manna 85-94.
Ingvi var stigahæstur með 27 stig, Pétur Rúnar setti 24, Viðar og Sigurður Páll 11 hvor, Árni og Agnar 4 hvor og þeir Hannes og Friðrik Þór voru með tvö stig.
Í gærkvöldi heimsótti drengjaflokkurinn svo Stjörnuna í Garðabæ. Skv nýjustu fréttum tapaðist sá leikur 79-92.