10. stúlkna og 9. drengja ljúka riðlakeppni Íslandsmótsins um helgina

Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann í Íslandsmóti yngri flokka. Um helgina eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem loka fjölliðamótum þessa tímabils og drengjaflokkur spilar tvo heimaleiki í Síkinu.

10. flokkur stúlkna spilar í A-riðli í Keflavík. Stelpurnar unnu B-riðilinn síðast og fá nú tækifæri til að reyna sig á meðal þeirra bestu í þessum aldursflokki. Mótið verður í Keflavík, en fjögur efstu sætin gefa sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikir stúlknanna eru þessir;

13-04-2013 12:30 gegn Njarðvík 10. fl. st. - Toyota höllin B-salur
13-04-2013 15:00 @ Keflavík 10. fl. st. - Toyota höllin B-salur
14-04-2013 11:15 @ Haukar 10. fl. st. - Toyota höllin B-salur
14-04-2013 13:45 gegn Hrunamenn/Hamar 10. fl. st. - Toyota höllin B-salur

9. flokkur drengja spilar í B-riðli í Stykkishólmi. Þeir hafa staðið sig með sóma í vetur og gaman ef þeir halda sinni stöðu í riðlinum eftir mótið. Leikir þeirra eru svona;

13-04-2013 13:15 @ KR b 9. fl. dr. - Stykkishólmur
13-04-2013 15:45 @ Keflavík 9. fl. dr. - Stykkishólmur
14-04-2013 09:00 gegn Snæfell 9. fl. dr. - Stykkishólmur
14-04-2013 12:45 @ Fjölnir 9. fl. dr. - Stykkishólmur

Drengjaflokkur spilar tvo heimaleiki um helgina. Sá fyrri er í kvöld gegn ÍR í Síkinu kl. 20.30 og á sunnudag koma Njarðvíkingar í heimsókn kl. 12.00. Þetta eru síðustu leikirnir hjá drengjaflokki í riðlakeppninni, en þeir hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og geta styrkt stöðu sína í þeirri keppni með sigrum um helgina.