3. umferð Íslandsmóts yngri flokkanna lýkur um helgina

3. og næst síðasta umferð fjölliðamótanna fer fram um helgina, en þá eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem slá botninn í þessa umferð.

10. flokkur stúlkna keppir í DHL höllinni hjá KR-ingum í B-riðli og mæta þar gestgjöfunum úr KR, Sindra frá Höfn og FSu. Stelpurnar eru ákveðnar í að vinna riðilinn og komast upp í A-riðil fyrir síðustu umferðina þar, en takist það, verða allir eldri stúlknaflokkar Tindastóls; stúlknaflokkur (ásamt KFÍ), 10. flokkur og 9. flokkur, í A-riðli í síðasta mótinu, en fjögur efstu liðin í síðustu umferð Íslandsmótsins, tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikjaplan stelpnanna er svona;

23-02-2013 15:00 gegn KR 10. fl. st. - DHL-höllin
24-02-2013 09:00 gegn Sindri 10 fl. st. - DHL-höllin
24-02-2013 11:30 gegn FSu 10. fl. st. - DHL-höllin

9. flokkur drengja keppir í B-riðli í Schenker-höll þeirra Hauka í Hafnarfirði. Strákarnir unnu sig upp í B-riðil í síðasta móti og hafa staðið sig afar vel í vetur. Leikjaplanið þeirra er svona;

23-02-2013 13:15 gegn Stjarnan 9. fl. dr. - Schenkerhöllin
23-02-2013 15:45 @ Keflavík 9. fl. dr. - Schenkerhöllin
24-02-2013 10:30 @ Fjölnir 9. fl. dr. - Schenkerhöllin
24-02-2013 13:00 gegn Haukar 9. fl. dr. - Schenkerhöllin

Með þessum leikjum klárast 3. umferð Íslandsmóts yngri flokkanna. Fjórða umferðin verður leikin sem hér segir skv mótaplani KKÍ;

23. - 24. mars, stúlknaflokkur, 11. flokkur drengja, 8. flokkur drengja og 8. flokkur stúlkna.

6. - 7. apríl, 10. flokkur drengja, 9. flokkur stúlkna, 7. flokkur drengja.

13. - 14. apríl, 10. flokkur stúlkna, 9. flokkur drengja