- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Það er skammt stórra högga á milli hjá meistaraflokknum því núna á sunnudaginn koma Snæfellingar í heimsókn í 32-liða úrslitum Bikarkeppki KKÍ, Poweradebikarsins.
Bikarkeppnin fer því ekki af stað með neinni lognmollu að þessu sinni, enda er alltaf skemmtilegast að spila alvöru leiki sem oftast. Sigur Tindastóls á Snæfelli í úrslitaleik Lengjubikarsins fyrir viku síðan er fólki í fersku minni, en hann er sannarlega engin ávísun á annan sigur.
Leikurinn hefst á hefðbundnum tíma eða kl. 19.15. Vakin er athygli á því að ársmiðar gilda ekki á Powerade-bikarinn því um keppnina gildir tekjuskipting á milli liða sem þátt taka.
Allir muna eftir því þegar Tindastóll komst í bikarúrslitaleikinn á síðasta tímabili og nú þarf að fjölmenna á pallana og styðja liðið í því að komast þangað aftur.