Afrakstur helgarinnar hjá yngri flokkunum

Alls kepptu fimm yngri flokkar í Íslandsmótinu um helgina. Árangurinn upp og ofan eins og gengur, en hér er yfirlit og umfjöllun um það helsta, sem þjálfarar hafa sent inn.

8. flokkur drengja

Fyrsta Íslandsmótið í áttunda flokki var haldið hér á Sauðárkróki síðasleginn laugardag þann 13. október.  Leikið var í D-riðli og liðin sem voru mætt til leiks voru heimamenn í Tindastól, Hrunamenn, Afturelding og KFÍ.  Leikmenn Tindastóls voru Kristófer, Hartmann, Kristinn, Haraldur, Pálmar, Ragnar, Jón Arnar, Halldór, Haukur og Örvar.

Fyrsti leikur var gegn Aftureldingu.  Leikurinn fór frekar hægt af stað og liðinum gekk illa að hitta, strákarnir voru frekar spenntir, ætluðu sér að skora 3 til 4 körfur í hverri sókn og nýttu auðveld færi fremur illa.  Staðan í hálfleik var 11-7 og var augljóst að Tindastólsmenn áttu mikið inni.  Í seinni hálfleik kom svo getumunur liðanna í ljós,  strákarnir spiluðu ágætis vörn og keyrðu upp hraðann í leiknum sem andstæðingar okkar úr Mosfellsbænum réðu illa við. Lokatölur voru 47-21

Stigaskor Tindastóls: Halldór 18, Haukur 10, Örvar 7, Haraldur 4, Ragnar 4, Pálmar 2, Kristinn 2

Annar leikur heimamanna var gegn Liði KFÍ frá Ísafirði.  Ísfirðingarnir voru að leika sinn annan leik í röð en heimamenn fengu góða hvíld milli leikja.  Jafnræði var með liðinum í fyrsta fjórðungi og gestirnir þurftu að hafa of lítið fyrir sínum körfum, staðan 10-6 eftir leikhlutann.  Í öðrum leikhlutanum settu heimamenn mikla pressu á boltamanninn hjá Ísfirðingunum og náðu að stöðva þeirra sóknaraðgerðir nokkuð auðveldlega,  gestrinir voru augljóslega orðinir gríðarlega þreyttir eftir að hafa keppt við sterkt lið Hrunamanna og farið síðan beint í leik við okkur.  Staðan í hálfleik var 30-12.  Strákarnir voru staðráðnir í því í hálfleik að halda sama standard í seinni hálfleik og byrjuðu hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu fyrstu 20 stig hálfleiksins.  Lokatölur voru 68-24

Stigaskor: Örvar 20, Haukur 13, Pálmar 11, Jón Arnar 7, Ragnar 7, Halldór 6, Haraldur 2, Hartmann 2

Þriðji og jafnframt síðasti leikurinn var gegn Hrunamönnum frá Flúðum, ljóst var fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur um sæti í C-riðli.  Bjóst undirritaður við jöfnum og spennandi leik en strákarnir höfðu annað í huga.  Heimamenn mættu gríðarlega tilbúnir og settu mikla boltapressu og náðu að stela boltanum trekk í trekk sem endaði með auðveldum körfum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 16-0.  Strákarnir sem byrjuðu annan leikhlutann sýndu og sönnuðu að þeir voru ekki síðri heldur en byrjunarliðið.  Héldu þeir uppteknum hætti, pressuðu vel á boltamanninn, voru gríðarlega snöggir upp völlinn og þegar boltinn vannst fengu heimamenn auðveld færi sem þeir kláruðu vel.  Staðan 30-1 í hálfleik og varnarleikurinn gríðarlega sterkur.  Í seinni hálfleik náðu gestirnir frá Flúðum nokkrum góðum rispum og sýndu hvað í þeim býr.  Liðin skiptust mikið á körfu og leikurinn endaði 56-26.

Stigaskor: Örvar 18, Pálmar 12, Halldór 8, Haukur 7, Harmann 5, Kristinn 2, Jón Arnar 2, Ragnar 2

Strákarnir voru flottir á sínu fyrsta móti á tímabilinu og efldust frá leik til leiks.  Varnarleikurliðsins var mestmegnis góður á mótinu og baráttan í fráköstunum góð, sérstaklega sóknarlega. Sóknarleikurinn er á réttri leið og var góður þegar leikmenn voru þolinmóðir og létu boltann ganga.  Halldór, Örvar, Kristinn, Hartmann og Kristófer byrjuðu alla leikina og þeir Haukur, Pálmar, Haraldur, Jón Arnar og Ragnar hófu leik í öðrum leikhluta.  Sigurinn á mótinu var liðssigur og allir lögðu sig 100% fram og gerðu góða hluti á vellinum. Næsta mót liðsins er helgina 10-11 nóvember.

8. flokkur stúlkna

Stelpurnar kepptu í DHL-höllinni í A-riðli og stóðu sig vel þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum. Úrslit leikja og stigaskor var svona;

Tindastóll - Ármann 19-43.  Bjarkey 5, Sigrún 4, Hafdís 4, Hera 4 og Telma 2.

Hrunamenn - Tindastóll 54-26. Hera 12, Alexandra 4 Hafdís 3, Telma 2, Sigrún 2, Áróra 2 og Dagmar 1.

Tindastóll- KR 28 - 32. Hafdís 12, Sigrún 6, Telma 4 og Dagmar 4.

Keflavík- Tindastóll 79-10. Hafdís 5, Alexandra 3 og Sigrún 2.

Stúlknaflokkur

Sameiginlegt lið KFÍ og Tindastóls spilaði í B-riðli stúlknaflokks í Stykkishólmi um helgina. Stelpurnar voru að hittast í fyrsta skiptið og bar leikur þeirra þess vissulega merki, þó samleikurinn yrði betri og þéttari eftir því sem leið á. Sínum besta leik náði liðið gegn sterkasta liði riðilsins, Hamri, en það var síðasti leikur liðsins. Liðið saman stóð af 7 leikmönnum núna, frá Tindastóli komu þær Ólína, Árdís, Guðlaug og Jóna, en frá KFÍ þær Eva, Rósa og Lilja.

Fyrsti leikurinn var gegn Fjölni og eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem staðan var 9-12, stungu okkar stelpur af og unnu leikinn örugglega 40-22. Eva Margrét skoraði 25 stig, Rósa 8, Guðlaug 3, Árdís 2 og Lilja 2.

Næsti leikur var gegn sameiginlegu liði KR og Snæfells. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 18-12 fyrir KR/Snæfell og í hálfleik var hún orðin 29-20. Í þriðja leikhluta náði KFÍ/Tindastóll að minnka muninn í þrjú stig með mikilli baráttu, 33-30 en þá fór allt í baklás og KR/Snæfell skoraði 14 stig í röð og gerðu út um leikinn. Honum lauk svo 60-39. Eva Margrét skoraði 26 í þessum leik, Ólína 4, Lilja 4 og þær Guðlaug og Árdís 2 hvor.

Síðasti leikurinn var gegn Hamri frá Hveragerði, sem var með sterkasta liðið í þessum riðli. Eftir afleitan fyrsta leikhluta hjá okkar stelpum komust þær vel inn í leikinn og staðan var 17-23 í hálfleik fyrir Hamar. Hamarsstúlkur héldu stelpunum okkar þó alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu að lokum 9 stiga sigur 28-37. Eva var stigahæst með 8 stig, Rósa og Árdís gerðu 6 hvor, Ólína var með 4 og þær Guðlaug og Lilja voru með 2 hvor.

Þar með lauk þessu fyrsta móti hins sameiginlega liðs KFÍ og Tindastóls og niðurstaðan ásættanleg miðað við það að stelpurnar voru þarna að spila í fyrsta skiptið saman og höfðu aldrei æft saman. Þeir Pétur Már og Karl, þjálfarar liðsins, voru ánægðir með frammistöðuna og sögðu hana hafa farið batnandi eftir því sem leið á mótið.

11. flokkur drengja spilaði í A-riðli í Garðabæ og niðurstaðan var tap í öllum fjórum leikjunum. Því miður liggja ekki fyrir úrslit eða stigaskor leikmanna.

Drengjaflokkur lék gegn Valsmönnum að Hlíðarenda á laugardag og töpuðu 76-71. Stigaskor leikmanna liggur ekki fyrir.

Unglingaflokkur fékk sína eldskírn í Njarðvík og töpuðu stórt 111-45 í afar erfiðum leik. Næsti leikur þeirra er gegn KFÍ á föstudagskvöldið, eftir meistaraflokksleikinn.