- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Veður og færð röskuðu þátttöku yngri flokkanna í Íslandsmótinu um síðustu helgi, þar sem bæði var ófært og vont veður hér á Norðurlandi. Tveir flokkar kláruðu þó sín mót.
11. flokkur karla tók ekki þátt í sínu móti fyrir sunnan og þá var heimamóti 8. flokks stúlkna frestað. Mót 8. flokks drengja var fært yfir á sunnudag á Akureyri og stelpurnar í stúlknaflokksliði KFÍ/Tindastóls, náðu suður áður en veðrið skall á.
Unglingaflokkur karla tók á móti Breiðablik á sunnudaginn en heimasíðunni hafa ekki borist úrslit eða stigaskor úr þeim leik og verður fjallað um hann síðar.
Sameiginlegur stúlknaflokkur KFÍ og Tindastóls lék í B-riðli í Grafarvoginum ásamt sameiginlegu liði KR og Snæfells, Fjölni og Breiðabliki. Fyrsti leikurinn var gegn KR/Snæfelli og tapaðist hann næsta örugglega. Á eftir fylgdi öruggur sigur á Breiðabliki og á sunnudag sigur gegn Fjölni. Betri árangur en síðast, tveir unnir og eitt tap. Því miður liggja ekki fyrir nákvæm úrslit eða stigaskor leikmanna.
8. flokkur drengja spilaði í C-riðli á Akureyri á sunnudag. Oddur þjálfari sendi inn eftirfarandi pistil;
8. flokkurinn keppti á sunnudaginn sitt annað Íslandsmót á Akureyri, leikið var í C-riðli. Liðin í riðlinum voru ásamt Tindastóli, gestgjafarnir frá Akureyri í Þór, Ármann og Fjölnir-b. Mótið átti að fara fram á laugardeginum en vegna veðurs var mótið fært fram á sunnudag. Liðsmenn Ármanns treystu sér ekki norður og þess vegna voru einungis 3 lið. Þeir sem kepptu fyrir Tindastólshönd voru: Haukur, Hartmann, Jón Grétar, Pálmar, Kristinn, Guðni, Haraldur, Ólafur, Kristófer, Halldór, Guðmar, Örvar og Jón Arnar.
Tindastóll – Fjölnir-b 61-21 (26-2)
Fyrri leikur mótsins var gegn liði Fjölnis frá Grafarvogi. Þeir voru að keppa sinn annan leik í röð og voru svekktir eftir að hafa tapað fyrir heimamönnum í Þór á lokasprettinum. Tindastólsmenn ætluðu sér stóra hluti á mótinu og byrjuðu leikinn með gríðarsterkri vörn sem uppskar auðveldar körfur á hinum endanum, staðan eftir fyrsta fjórðung 17-0. Strákarnir sem byrjuðu annan leikhlutann voru full mikið að drífa sig í sókninni og tóku svolítið af ótímabærum skotum, en vörnin var samt sem áður sterk og staðan í hálfleik 26-2. Fjölnismenn voru grimmari sóknarlega í síðari hálfleiknum en munurinn hélt áfram að aukast jafnt og þétt, lokatölur 61-21.
Stigaskor Tindastóls: Örvar 18, Halldór 16, Haraldur 8, Haukur 8, Pálmar 4, Hartmann 3, Jón Grétar 2.
Tindastóll – Þór Akureyri 32-34 (12-9)
Eftir Fjölnisleikinn fengu við ágætis hvíld fyrir upphitun. Við höfðum séð Þórsaranna rétt hafa Fjölnismenn og héldum við kannski að þeir myndu ekki eiga möguleika í okkur. Bakverðir Þórsara réðu mun betur við boltapressu okkar manna og þar að leiðandi fengu við færri auðveldar körfur, staðan eftir fyrsta leikhluta 6-2. Í öðrum leikhluta var varnarleikurinn ekki sterkur og einstaklingsframtakið ríkjandi í sóknarleiknum sem er ekki líklegt til árangurs, staðan 12-9. Í seinni hálfleiknum byrjuðu Tindastólsmenn af krafti og komust í 19-10. Eftir góða byrjun í þriðja leikhluta kom sterkt áhlaup hjá heimamönnum minnkuðu þeir muninn í 19-18 áður en Jón Arnar skoraði síðustu körfuna í leikhlutanum, staðan 22-18 fyrir lokafjórðunginn. Mikið stress var komið í strákana fyrir lokaátökin og sást það á leik þeirra. Þó svo að við værum ekki að spila upp á okkar besta komumst við í stöðuna 30-24. Heimamenn enduðu leikinn með 10-2 áhlaupi og sigruðu leikinn 32-34, en þeir komust yfir í fyrsta sinn þegar um 3 mínútur vour eftir.
Stigaskor: Halldór 10, Guðni 6, Örvar 5, Haukur 4, Jón Arnar 3, Hartmann 2, Haraldur 2.
Okkar menn voru að svekktir með árangurinn á mótinu sem er auðskiljanlegt. En það verður að spila alla leiki með 100% krafti annars er alltaf möguleiki að við töpum. Vonandi læra strákarnir af þessu og koma sterkir inn næsta mót.