- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Búið er að breyta aldurstakmarki morgunæfinganna sem eru tvisvar í viku. Nú eru það iðkendur í 8. bekk sem fá einnig að mæta á æfingarnar sem eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 06.40.
Hingað til hafa það eingöngu verið 9. og 10. bekkur sem hafa átt rétt á því að mæta en í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að leyfa 8. bekkingum að mæta einnig. Þessar æfingar eru ekki álagsmiklar, á þeim er farið í undirstöðuatriði eins og skot, boltameðferð, sendingar og fleira. Það hefur sýnt sig að þeir iðkendur sem sækja morgunæfingarnar taka miklum framförum í þessum atriðum. Þessar æfingar auk körfuboltaskólans eru til þess að auka færni iðkenda í undirstöðum körfuboltans og er leitun að öðrum eins tækifærum fyrir iðkendur yngri flokka, en þeim sem þeir hafa hér hjá okkur. Það er því um að gera að notfæra sér þennan kost, sem ekki er greitt sérstaklega fyrir.
Það skal tekið fram að morgunæfingar falla niður þá daga sem almennt frí er í Árskóla eins og starfsdagar kennara og þess háttar. T.d. verða ekki morgunæfingar n.k. þriðjudag vegna foreldraviðtala.