Drengjaflokkur Tindastóls sigraði lið Stjörnunar nokkuð örugglega nú í kvöld með 74-60 eftir að hafa leitt nær allan leikinn en staðan í hálfleik var 43-34. Eftir þriðja leikhluta var átta stiga munur 59-51. Strákarnir bættu síðan við í fjórða leikhluta og unnu eins og áður segir 74-60.
Stig Tindastóls: Hannes Ingi Másson 22 stig, Pétur Rúnar Birgisson 15 stig, Sigurður Páll Stefánsson 8 stig, Þröstur Kárason 6 stig, Friðrik Stefánsson 6 stig, Friðrik Jóhannsson 6 stig, Agnar Ingimundarson 4 stig, Viðar Ágústsson 4 stig og Finnbogi Bjarnason 3 stig. Aðrir leikmenn Tindastóls í leiknum voru þeir Einar Friðfinnur Alfreðsson, Sigurður Óli Sigurðsson og Árni Freyr Sigurðsson.
Hjá Stjörnunni voru langstigahæstir þeir Magnús Guðmundsson með 21 stig og Tómas Hilmarsson með 18 stig.
Drengjaflokkur Tindastóls er með 6 stig eftir að hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.