Drengjaflokkur vann Grindavík á útivelli

Drengjaflokkur Tindastóls sigraði Grindvíkinga í dag með átta stiga mun, 67-59. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Tindastóll 16-14 og 37-29 í hálfleik. Strákarnir bættu enn við forystu sína í þriðja leikhluta og leiddu 55-43 að honum loknum. Grindvíkingar söxuðu síðan aðeins á forskotið í fjórða leikhluta en Tindastóll vann eins og áður sagði með átta stiga mun, 67-59. 
 Stigahæstir í liði Tindastóls voru Sigurður Páll Stefánsson og Agnar Ingimundarson með 16 stig hvor. Finnbogi Bjarnason var með 12 stig, Viðar Ágústsson 10, Pétur Birgisson 9 og Þröstur Kárason 4. Aðrir leikmenn voru þeir Hlynur Einarsson, Arnar Stefánsson, Pálmi Þórsson, Friðrik Hrafn Jóhannsson, Árni Freyr Sigurðsson og Hannes Másson.