- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Strákarnir í drengjaflokki eru í ágætri stöðu eftir leik sinn við Njarðvík um helgina, sem þeir unnu örugglega 106-88. Þeir hafa nú unnið þrjá leiki en tapað einum og eru í fínni stöðu í sínum riðli.
Hingað til hafa strákarnir unnið KR-b, Stjörnuna og núna síðast Njarðvík, en tapað fyrir Valsmönnum.
Eins og áður sagði vannst öruggur 18 stiga sigur á Njarðvíkingum á sunnudaginn, í leik sem snúið var við, ef svo má segja, en honum var víxlað við heimaleik sömu liða, þar sem það hentaði betur ferðalögum strákanna að spila leikinn í Njarðvík nú. En stig Tindastóls í leiknum skoruðu;
Ingvi Rafn 33
Pétur Rúnar 31
Sigurður Páll 9
Viðar Ágústsson 7
Kristinn Gísli 6
Agnar Ingi 6
Friðrik Þór 5
Hannes Ingi 4
Árni Freyr 3
Friðrik Rondo 2
Hægt er að fylgjast með úrslitum leikja og stöðu riðlanna í drengjaflokki HÉR.