- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Drengjaflokkurinn er fjórða liðið hjá Tindastóli sem tryggir sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins, en strákarnir tóku Grindvíkinga í kennslustund í Síkinu í gær.
Lokatölur í leiknum urðu 102-61 og var aldrei spurning um hvernig hann færi. Strákarnir mæta annað hvort KR eða Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmótsins, á fyrri úrslitahelgi KKÍ sem verður leikin í Njarðvík um helgina.
En það hefur mikið gengið á hjá strákunum í drengja- og unglingaflokkum, því þeir hafa verið í því undanfarið að spila frestaða leiki frá því fyrr í vetur.
Sl. föstudag lék Tindastóll gegn Haukum á útivelli í unglingaflokki. Strákarnir unnu þann leik örugglega 44-75. Ingvi Rafn skoraði 19 stig, Friðrik Þór 15, Pétur Rúnar og Ingimar 12 hvor, Sigurður Páll 6, Agnar Ingi 6, Þorbergur 3 og Birkir 2.
Á laugardag tók drengjaflokkur á móti ÍR í Íslandsmótinu í Síkinu og eftir hörkuleik vann Tindastóll 82-77. Ingvi Rafn setti 23, Pétur Rúnar 15, Agnar Ingi 13, Kristinn Gísli 9, Þröstur 8, Viðar 7, Birkir 4, Friðrik Þór 3.
Ekki var allt búið því á sunnudag komu Njarðvíkingar í heimsókn í drengjaflokki og úr varð mjög skemmtilegur leikur þar sem Tindastóll var skrefinu á undan. Úrslitin 78-71 og með sigrinum tryggðu strákarnir sér 2. sætið í sínum riðli. Pétur skoraði 19 stig, Ingvi 17, Friðrik Þór 9, Viðar 8, Agnar 6, Hannes 5, Þröstur 4 og Einar 2.
Með þessum sigrum um helgina tryggði drengjaflokkurinn sér 2. sætið í sínum riðli og mættu Grindavík í gærkvöldi, sem endaði í því þriðja í hinum riðlinum. Drengjaflokkurinn spilar svo annað hvort við KR eða Njarðvík í undanúrslitunum í Njarðvík um helgina, en þau lið mætast í kvöld í 8-liða úrslitunum. Sá leikur verður kl. 19 á laugardag.
Unglingaflokkur á eftir að spila einn leik við Hauka hér heima, en hann verður spilaður á morgun fimmtudag kl. 19.00. Nái strákarnir sigri þar, enda þeir í 2. sæti síns riðils sem er afar góður árangur, rétt eins og hjá drengjaflokki.