- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Það verður eitt lið frá Tindastóli sem tekur þátt í seinni úrslitahelgi Íslandsmótsins núna um helgina. Það er 10. flokkur stúlkna en unglingaflokkur karla, tapaði í gærkvöldi fyrir Fjölni í 8-liða úrslitum og eru því úr leik.
Unglingaflokkurinn tapaði fyrir Fjölni í gærkvöldi í 8-liða úrslitunum 96-127 í miklum stigaleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Fjölnismenn af í þriðja leikhluta og skoruðu hvorki fleiri né færri en 44 stig í leikhlutanum gegn 27 stigum Tindastóls. Munurinn jókst áfram í síðasta leikhlutanum og gestirnir lönduðu öruggum sigri.
Pétur Rúnar var stigahæstur okkar stráka með 31 stig, Ingvi Rafn setti 15, Þorbergur og Sigurður Páll 14 hvor, Agnar 8, Ingimar 6, Þröstur 5 og Finnbogi 3.
Stelpurnar í 10. flokki spila við Keflavík í undanúrslitum kl. 13.30 á laugardag í DHL-höllinni í Frostaskjóli, en í hinum undanúrslitaleiknum spila Haukar og Njarðvíkingar.
Leikirnir verða í beinni tölfræðilýsingu á kki.is og stefnt er að útsendingu frá leikjunum á KR-tv.