- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum í meistaraflokknum þessa dagana. Yfir stendur hatrömm barátta um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni og til að halda þeirri baráttu lifandi, verða strákarnir að leggja Njarðvíkinga að velli á fimmtudagskvöld. Kl. 16 fimmtudag spila þessi lið í undanúrslitum Bikarkeppni 11. flokks drengja og eftir meistaraflokksleikinn er komið að leik liðanna í unglingaflokki karla.
Það munaði litlu að Tindastóll næði að leggja Þór að velli í Þorlákshöfn á föstudaginn var, en lokamínútan var okkar mönnum afdrifarík og ákvarðanir ekki alveg eins og þær hefðu átt að vera. En það þýðir ekkert að dvelja við það því baráttan heldur áfram.
Njarðvíkingar eru heitasta liðið í deildinni í dag, hafa unnið fjóra leiki í röð, þar af Stjörnuna á útivelli og KR-inga heima. Þeir hafa komið sér vel fyrir í 7. sætinu og eygja jafnvel möguleika á sæti ofar fyrir úrslitakeppni. Tindastólsmenn voru nánast klaufar að klára ekki leikinn gegn Þór á föstudaginn og hafa sýnt mikla baráttu í undanförnum leikjum. Þessi leikur er afar mikilvægur og engin ástæða til annars en að hvetja fólk til að koma í Síkið og hvetja strákana áfram.
Leikurinn hefst á hefðbundnum tíma kl. 19.15. Dómarar eru þeir Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Bender en þriðji dómarinn hefur ekki verið skrásettur í kerfi KKÍ.
Kl. 16.00 spila 11. flokkur drengja undanúrslitaleik í Bikarkeppni KKÍ gegn Njarðvíkingum. Strákarnir lögðu Fjölni á dögunum í 8-liða úrslitum í mjög góðum leik og eru til alls líklegir gegn sterku liði Njarðvíkinga. Bikarúrslitin fara fram um næstu helgi og því hver að verða síðastur að spila undanúrslitaleiki.
Á eftir meistaraflokksleiknum, eða um kl. 21.15, tekur Tindastóll á móti Njarðvík í Íslandsmóti unglingaflokks karla. Njarðvíkingar eru ósigraðir í A-riðli, hafa unnið alla 8 leiki sína. Tindastóll er í 2. sæti í riðlinum.
Dagskráin verður því svona á fimmtudag:
Kl. 16.00 Tindastóll - Njarðvík, undanúrslit í bikar.
Kl. 19.15 Tindastóll - Njarðvík í Domino's deildinni
Kl. 21.15 Tindastóll - Njarðvík í Íslandsmóti unglingaflokks karla
Það verður því nóg að gera á morgun, þríhöbbði við Njarðvíkinga og allt að gerast!!