Tindastóll vann frækinn og sanngjarnan sigur á Þórsurum 82-81 á þessu fallega föstudagskvöldi. Leikurinn var jafn og skemmtilegur en Tindastóll var þó með undirtökin mest allan leikinn. Í lokin var leikurinn æsi-æsi-æsi spennandi en okkar menn höfðu það fyrir rest til allrar hamingju. Næsta verkefni, úrslitaleikurinn í Lengjubikarnum 2012.
Þórsarar byrjuðu þó eilítið betur og náðu smá forskoti rétt á meðan Tindastólstrákarnir voru að hita á sér lappirnar en eftir að þær urðu heitar þá byrjuðu strákarnir á fullum krafti og komu sér vel inn í leikinn. Í hálfleik leiddu þeir með heilu einu stigi 39-38 og dúndrandi stemning út um allt land og allan heim en leikurinn var sýndur beint á sporttv.is í ágætis gæðum.
Seinni hálfleikur var epískur og allt að gerast. Í fjórða leikhluta virtust strákarnir vera komnir með þetta þegar þeir náðu 8 stiga forskoti þegar lítið var eftir, eeeen þá hefur eflaust einhver stuðningsmaðurinn haldið að þetta væri komið og óvart sagt það upp hátt. Niðurstaðan var að sjálfsögðu feitt jinx eða Adolf Ingi eins og sumir vilja kalla það og Þórsarar skelltu niður tveimur þristum á stuttum tíma og leikurinn orðinn ömurlega spennandi aftur. En allt kom fyrir ekki, Tindastólsstrákarnir náðu með mikilli baráttu að halda Þórsurum undir og lokasókn Þórsarar rann út veður og vin. Sigur, gleði og hamingja.
Allir stóðu sig vel, enginn stóð sig illa en þeir sem vilja sjá tölfræðina geta kíkt á þessa síðu
http://live.baskethotel.com/kki/?&lang=1. en þar kemur í ljós að kanarnir okkar stóðu sig extra vel, Gibson með 17 stig og 13 stoðsendingar og mr. Valentine með 24 stig og 12 fráköst.
En næst, úrslitaleikur í Hólminum á morgun á móti annað hvort Snæfell eða Grindavík en sá leikur er í gangi þegar þetta er skrifað. Núna er ekki spurning um að allir Skagfirðingar nær og fjær fari að henda bensín á bílinn og bruni af stað í Stykkishólm, ekki seinna en núna því það verður party á morgun.
BIO