Í dag voru leiknir þrír leikir hjá liðsmönnum Tindastóls. Fyrstar riðu á vaðið stelpurnar í stúlknaflokki en þær kepptu á móti Breiðablik. Leikurinn endaði með 9 stiga mun eða 62-53 fyrir okkar stúlkum. Stigaskor stúlknanna skiptist þannig að BRíet átti stórleik og skoraði 29 stig, Linda setti einnig grimmt niður og skoraði 20 stig, Hafdís skoraði 6 stig, Telma 4 og Valdís 3.
Kl:15.00 hóf svo drengjaflokkur leik á móti Grindavík. Sá leikur einkenndist a mikilli hörku og jöfnum leik. Í seinni hálfleik fóru strákarnir okkar hins vegar að síga fram úr og enduðu með 10 stiga sigur, 87-77. Stigahæstu leikmenn Tindastóls voru Hannes með 26 stig, Viðar með 25 og Pétur með 22.
Síðasti leikur dagsins var svo bikarleikur meistaraflokks karla þar sem þeir fóru til Grindavíkur og öttu kappi við ÍG. Lokatölur í þeim leik voru 72-99 þar sem að Dempsey leiddi hópinn í stigaskorinu og setti niður 29 stig og tók 12 fráköst. Þá setti Lewis niður 16 stig (9 stoðsendingar og 8 fráköst), Helgi Rafn 14 stig og Flake 10.
Unglingaflokkurinn á svo leik á móti KR í Vesturbænum á morgun og vonumst við að sjálfsögðu eftir sigri þar!