- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll tapaði rétt í þessu fyrir Fjölni í Grafarvogi 75-72. Jafnt var á nánast hverri einustu tölu allan leikinn en því miður voru það Fjölnismenn sem voru yfir þegar flautan gall. Fjögur töp í fyrstu fjóru leikjunum, sem þýðir bara að það styttist í fyrstu stigin.
Fjölnismenn byrjuðu leikinn reyndar betur í kvöld, kláruðu fyrsta leikhluta 26-18 en þá hitnaði pannan í Helga Frey og strákurinn skaut Stólunum inn í leikinn. Flottur annar leikhluti og staðan 38-38 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var eins jafn og hægt er að hafa einn hálfleik í körfubolta, liðin skiptust á að skora og í raun bara spurning um hvaða lið myndi enda með boltann í síðustu sókninni. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir fékk Valentine vítaskot í stöðunni 71-70. Valentine setti annað en klikkaði hinu og bæði lið voru farin að gera sig klár til að spila fram eftir kvöldi. Því miður fyrir okkur þá var Tómas Heiðar Tómasson Holton ekki mikið að nenna því og jarðaði einn þrist um leið og flautan gall. Eins og það gaman að vinna með flautukörfu þá er ekkert jafn ömurlegt í lífinu að tapa þannig. En þess vegna er körfuboltinn jú móðir allra íþrótta.
Tölfræði leiksins má finna hér og svo má örugglega finna betri umfjöllun um leikinn á Karfan.is hvað á hverju.