Helgi Rafn er íþróttamaður Tindastóls 2013

Að þessu sinni hlutu þau Viðar Ágústsson og Bríet Lilja Sigurðardóttir viðurkenningu fyrir að vera efnilegust körfuknattleiksmanna, bæði tvö vel að því komin. Kjörið um íþróttamann Tindastóls stóð að þessu sinni á milli Sigurjón Þórðarson, sundmaður, Helgi Rafn Viggósson, körfuknattleiksmaður, Bryndís Rut Haraldsdóttir, fótboltakona, Birna María Sigurðardóttir, skíðakona, Atli Arnarsson knattspyrnumaður og Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttamaður. Eins og fyrirsögnin á fréttinni gefur til kynna þá hlaut Helgi Rafn nafnbótina og er kappinn sá vel að henni kominn. Auk þess að vera frábær fyrirliði og íþróttamaður þykir Helga Rafn til fyrirmyndar innan vallar sem utan, eins og fram kom í tilnefningu hans. Óskar körfuknattleiksdeild þeim innilega til hamingju með viðurkenningarnar. Einnig fór fram val á íþróttamanni skagafjarðar og var það Jóhann Björn Sigurbjörnsson sem hlaut þá nafnbót og er hann gríðalega vel að henni kominn, frábær íþróttamaður þar á ferð sem á framtíðina fyrir sér. Óskar körfuknattleiksdeild Jóhanni Birni einnig til hamingju með nafnbótina. Áfram Tindastóll.