Helgi Rafn körfuknattleiksmaður ársins

Helgi Rafn Viggósson var tilnefndur körfuknattleiksmaður ársins af stjórn körfuknattleiksdeildar fyrir árið 2012. Fékk Helgi viðurkenningu afhenta í hófi þar sem Íþróttamaður Skagafjarðar og Íþróttamaður Tindastóls voru útnefndir.

Helgi Rafn varð í öðru sæti í kjöri til Íþróttamanns Skagafjarðar, en þar sigraði Mette Manseth hestakona og óskar körfuknattleiksdeildin henni til hamingju með útnefninguna.

Íþróttamaður Tindastóls var valinn Atli Arnarson knattspyrnumaður og fær hann hamingjuóskir frá körfuknattleiksdeildinni sömuleiðis.

Þá voru þau Árdís Eva Skaftadóttir, Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir og Hlynur Freyr Einarsson heiðruð sérstaklega fyrir hönd körfuknattleiksdeildar með viðurkenningum sem afhentar voru ungu og efnilegu íþróttafólki í Skagafirði.

Heilt yfir gott íþróttaár að baki í Skagafirði og hápunktur körfuknattleiksdeildarinnar án efa bikarúrslitaleikurinn við Keflavík þar sem okkar menn voru hársbreidd frá sigri. Þar leiddi Helgi Rafn sína menn áfram og stóð seig eins og herforingi að venju.

Á feykir.is má sjá góða umfjöllun um íþróttamenn ársins og þær viðurkenningar sem veittar voru.