- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Körfuknattleiksþing verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal um næstu helgi. Fyrir þinginu liggja nokkrar stórar tillögur, þó sínu stærst tillaga frá Fjölni og Njarðvík, um að í úrvalsdeild karla skuli fjórir íslenskir ríkisborgarar vera á vellinum í einu, í stað þriggja eins og nú er.
Þetta er án efa stærsta tillagan fyrir þinginu núna sem snýr að félagi eins og Tindastóli. Í fyrra var samþykkt á formannafundi að þrír íslenskir ríkisborgarar þyrftu að vera á vellinum í einu. Þetta var samþykkt naumlega. Núna vilja Njarðvík og Fjölnir ganga enn lengra og fjölga íslenskum ríkisborgurum upp í fjóra inni á vellinum. Njarðvíkingar skila inn greinargerð með sinni tillögu og hljóðar hún svona;
Íslenskir leikmenn hafa falli
ð um of í skugga erlendra leikmanna undanfarin ár og tími er kominn til þess að Íslenskir leikmenn fái að bera stærri ábyrgð í leikjum liða sinna. Stór þáttur í þessu er að takmarka fjölda erlendra leikmanna inná velli í 1 .Með þessu er einnnig stuðlað að samhæfingu deilda, þannig að allar karla og kvennadeilda sitji við sama borð. Það hefur komið á daginn að rekstur úrvalsdeildarliða karla er þungur í vöfum og áhorfendafjöldi hefur minnkað jafnt og þétt síðustu ár. Deildin mun öðlast meiri áhuga hjá almenningi og fleiri sækja leiki í kjölfar þessarar reglubreytingar.Það er skoðun undirritaðs að það sé hverju liði í lófa lagið að tefla fram því liði sem það kýs. Vilji lið leggja meiri ábyrgð á herðar íslenskra leikmanna, geta þau einfaldlega gert það og þurfa ekki að láta sníða reglugerðir KKÍ að sínum eigin þörfum.
Þá leggur Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar fram tillögu um breytingar á Fyrirtækjabikar KKÍ, sem í vetur var leikinn samhliða úrvalsdeildinni fyrir áramót, í þeirri viðleitni að fjölga leikjum á keppnistímabilinu. Sitt sýnist hverjum um þá tilraun og vilja Stjörnumenn að þessi keppni verði spiluð á undirbúningstímabili, líkt og gert er í flestum öðrum íþróttagreinum.
Þá er lögð fram tillaga um að stúlknaflokkur verði felldur út úr reglugerð fyrir körfuknattleiksmót og unglingaflokkur kvenna þess í stað skipaður fjórum árgöngum, í stað tveggja eins og nú er.
Tvær tillögur er varða venslasamninga liggja fyrir þinginu. Annars vegar tillaga um að aldurstakmark þeirra leikmanna sem mega fara á milli félaga á venslasamningum verði hækkað upp í 24 ár, en í dag mega leikmenn eldri en 20 ára, ekki fara á milli á venslasamningum. Hin tillagan snýr að þeim liðum sem ekki hafa meistaraflokka, en í núverandi reglugerð mega aðeins félög sem eru með meistaraflokka skiptast á leikmönnum á venslasamningum. Gerð er tillaga um að félög þurfi ekki að hafa meistaraflokka til að mega senda leikmenn á venslasamninga, þannig að leikmenn yngri flokka þeirra félaga sem ekki hafa meistaraflokka, geti spilað með meistaraflokki annars liðs, en með sínu félagi í yngri flokkunum. Það er Kormákur á Hvammstanga sem leggur fram síðari tillöguna.
Þá eru gerðar tillögur að breytingum á reglugerð aga- og úrskurðarnefndar og fleiru sem sjá má nánar í skjali með öllum þeim tillögum sem lagðar eru fyrir körfuknattleiksþingið, sem haldið verður um næstu helgi, eins og áður segir.
kj