Leikir helgarinnar og körfuboltaskólinn

Mikið er um að vera í körfuboltanum um helgina m.a. fjölliðamót hjá 7. flokki drengja í íþróttahúsinu. Vegna fjölliðamótsins verður ekki körfuboltaskóli á sunnudag en æfingar míkróboltans (1. og 2. bekkjar) sem vera áttu kl. 10.15-11.00 í íþróttahúsinu á sunnudag færast niður í litla salinn við gamla barnaskólann.  Stelpurnar eiga æfingu kl. 10.15-11.00 og strákarnir kl. 11.00-11.45.

Leikjaniðurröðun á fjölliðamótinu er sem hér segir:
Laugardagur: 
12.30     ÍR-Tindastóll  
13.30     Ármann b-ÍR
14.30     Tindastóll-Ármann b
Sunnudagur
9.00       Tindastóll-ÍR
10.00     Tindastóll-Ármann b
11.00     Ármann b-ÍR

Á morgun, laugardag, fer drengjaflokkur til Grindavíkur og spilar við heimamenn og hefst leikurinn kl.17:00.

Að auki minnum við á að meistaraflokkarnir okkar spila þrjá heimaleiki um helgina. Meistaraflokkur karla á heimaleik annað kvöld við Breiðablik kl.19.15. Meistaraflokkur kvenna á tvo heima leiki um helgina.  Á laugardag spila þær við FSu kl. 16.00 og á sunnudag kl. 13.00 á móti Laugdælum. 

Áfram Tindastóll !