Leikir helgarinnar og körfuboltaskólinn

Mikið er um að vera um helgina hjá körfuboltafólki Tindastóls, m.a. turnerningar hjá 9.flokki drengja heima og 10. flokki stúlkna í Njarðvík.

Körfuboltaskólinn fellur niður um helgina vegna fjölliðamótsins hjá 9.flokki drengja og æfingar míkróboltans (1.og 2.bekkjar ) verða niðri í litla sal. Stelpurnar kl. 10.15-11.00 og strákarnir kl.11.00-11.45.

Fjölliðamót 9.flokks drengja (B-riðill) verður hér heima. Leikið verður í íþróttahúsinu í Varmahlíð á laugardeginum en á Króknum á sunnudeginum. Leikjaplanið er sem hér segir:

Laugardagur: 11:00 Haukar-Fjölnir b, 12:15 KR b-Tindastóll, 13:30 Njarðvík-Fjölnir b, 14:45 Haukar-Tindastóll og 16:00 KR b-Njarðvík.

Sunnudagur: 09:00 Tindastóll-Fjölnir b, 10:15 Haukar-Njarðvík, 11:30 KR b-Fjölnir, 12:45 Njarðvík-Tindastóll og 14:00 KR b-Haukar.

Unglingflokkur karla leikur við Keflavík í íþróttahúsinu í Varmahlíð á laugardaginn kl.17:30. 

Fjölliðamót 10.flokks stúlkna verður í Njarðvík. Á laugardag spila stelpurnar við Keflavík kl.11:45 og við Hauka kl.14:15. Á sunnudag eiga þær leik við heimastúlkur í Njarðvík kl.09:00 og að lokum við Breiðablik kl.12:45.

Leik 11.flokks karla við Val sem vera átti seinnipartinn á morgun hefur verið frestað. 

Þá mun kvennaflokkur sem leikur í 1.deildinni leika við Grindavík-b í Grindavík kl.18:00 á sunnudag.