- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Þó Tindastóll eigi ennþá eftir að landa sigri í Domnio's deildinni, hafa strákarnir unnið báða sína leiki í Lengjubikarnum og það hafa Stjörnumenn einnig gert, en þeir koma í heimsókn í Síkið á morgun sunnudag.
Bæði lið hafa unnið báða sína leiki í riðlinum til þessa og eru því efst og jöfn með tvo sigra. Það er því afar mikilvægt að landa sigri í kvöld upp á framhaldið í keppninni.
Lið Stjörnunnar kom í heimsókn í fyrsta leik tímabilsins í Domino's deildinni og tók með sér tvö stig úr Síkinu. Stigamaskínan Marvin Valdimarsson Stjörnumaður hefur farið gríðarlega mikinn í upphafi móts og hefur skorað mest allra Íslendinga í Domino's deildinni eða 24 stig að meðaltali og hefur verið á svakalegu flugi í sókninni. Justin Shouse þekkja allir, kappinn sá kom til skjalanna í þriðja leikhluta í leik liðanna á dögunum og sýndi þá og sannaði að hann er ekkert að gefa eftir. Þá er ógetið kappa á borð við Jovan, Fannar, Brian Hill, Dags Kár og fleiri áhugaverðra leikmanna í Stjörnuliðinu.
Strákarnir okkar hafa verið að spila oft á tíðum ágætlega en hafa ekki haft taugar til að klára leikina svo vel sé í Domino's deildinni þó tækifæri hafi verið fyrir hendi. Mikilvægt er að þeir haldi þó áfram að vinna í sínum leik og þróa hann og þá er Lengjubikarinn kærkominn.
Dómarar verða þeir Sigmundur Már Herbertsson og Halldór Geir Jensson.
Leikurinn hefst kl. 19.15 og