Massasigur í Fjósinu í gær

Tindastóll sótti Skallagrímsmenn heim í Fjósið í gærkvöldi í afar mikilvægum leik í Domino's deildinni. Strákarnir unnu mjög sannfærandi sigur 63-77 og geta þakkað sterkum varnarleik fyrir hvernig fór.

Strákarnir gáfu strax tóninn í fyrri hálfleik, leiddu 14-21 eftir fyrsta leikhlutann og í hálfleik var staðan 32-47.

Seinni hálfleikur var í jafnvægi og 14 stiga sigur í húsi að lokum.

Helgi Rafn fór mikinn, skoraði 18 stig og tók 12 fráköst, Helgi Freyr setti 15 stig í prýðisgóðri skotnýtingu eins og Helgi Rafn og tók auk þess 5 fráköst. Drew og George voru með 11 stig hvor og sá síðarnefndi með 11 fráköst að auki. Tarick setti 8 stig, Svavar og Þröstur 5 hvor og Hreinsi 4.

Strákarnir lyftu sér þar með í fyrsta skiptið upp úr fallsæti, eru komnir í það 10. með 10 stig eftir tvo sigurleiki í röð.

Tölfræði leiksins.

Umfjöllun á karfan.is.