Mikið um að vera um helgina

Það verður í mörg horn að líta hjá körfuknattleiksiðkendum Tindastóls um helgina. Alls spila hin ýmsu lið okkar 16 leiki um helgina og verða þeir leiknir á Sauðárkróki, í Stykkishólmi, Reykjavík, Garðabæ og Njarðvík.

Tindastóll teflir fram sameiginlegu liði í stúlknaflokki með KFÍ frá Ísafirði í vetur. Tindastóll skaffar fjóra leikmenn í samstarfið og keppa stelpurnar um helgina í B-riðli í Stykkishólmi. Stelpurnar mæta sameiginlegu liði KR/Snæfells, Fjölni og Hamri úr Hveragerði. Þjálfarar úr Tindastóli og KFÍ munu sameiginlega sjá um þjálfun liðsins og í þetta fyrsta mót, spila stelpurnar undir stjórn Karls Jónssonar. Leikjaplanið er svona;

13-10-2012 14:15 @ Fjölnir st. fl.  
13-10-2012 16:45 @ KR/Snæfell st. fl.  
14-10-2012 10:30 gegn Hamar st. fl.

 

8. flokkur stúlkna keppir í A-riðli í Reykjavík, en mótið verður í umsjá KR í DHL-höllinni þeirra. Andstæðingarnir eru Keflavík, KR, Hrunamenn og Ármann. Þjálfari er Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir.

13-10-2012 13:00 @ Ármann 8. fl. st. - DHL-höllin
13-10-2012 15:00 @ Hrunamenn 8. fl. st. - DHL-höllin
14-10-2012 09:00 @ KR 8. fl. st. - DHL-höllin
14-10-2012 11:00 @ Keflavík 8. fl. st. -

DHL-höllin

11. flokkur drengja spilar í Ásgarði í Garðabæ í A-riðli og mótherjar þeirra eru Grindvíkingar, Haukar, Njarðvík og gestgjafarnir í Stjörnunni. Þjálfari strákanna er Bárður Eyþórsson.

13-10-2012 13:00 @ Grindavík 11. fl. dr. - Ásgarður
13-10-2012 15:30 @ Haukar 11. fl. dr. - Ásgarður
14-10-2012 10:00 gegn Njarðvík 11. fl - Ásgarður
14-10-2012 13:45 @ Stjarnan 11. fl. dr. -

Ásgarður

Strákarnir í 8. flokki spila svo hér heima í D-riðli á laugardaginn og mæta þeir Aftureldingu úr Mosfellsbæ, KFÍ og Hrunamönnum. Þjálfari er Oddur Benediktsson. Leikjaniðurröðunin er svona og ástæða til að hvetja fólk til að kíkja í íþróttahúsið á laugardaginn.

13-10-2012 13:00 @ Afturelding 8. fl. dr. - Sauðárkrókur
13-10-2012 15:00 @ KFÍ 8. fl. dr. - Sauðárkrókur
13-10-2012 17:00 @ Hrunamenn 8. fl. dr. - Sauðárkrókur

Drengjaflokkur spilar útileik við Valsmenn á laugardaginn kl. 11 að Hlíðarenda og unglingaflokkur karla hefur leik í Íslandsmótinu með heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík sömuleiðis á laugardag, en kl. 15.30.

Það er því ljóst að nóg verður um að vera þessa fyrstu fjölliðamótahelgi Íslandsmótsins, enda ekki nema von þar sem körfuknattleiksdeildin sendir 11 lið í Íslandsmótið í ár.

Karlaliðið okkar tekur síðan á móti Fjölni á sunnudagskvöldið í Lengjubikarnum og hefst leikurinn á hefðbundnum tíma kl. 19.15. Nánar verður hitað upp fyrir þann leik á morgun laugardag.