30.04.2013
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari U-18 ára landsliðs karla, hefur kallað á Pétur Rúnar Birgisson í landsliðið vegna forfalla.
Það vakti vissulega athygli þegar Pétur var ekki valinn í 20 manna hóp U-18 ára landsliðsins, en frammistaða hans með meistaraflokki, 11. drengja- og unglingaflokki seinni hluta tímabilsins sýndi og sannaði hvað í honum býr. Við forföll í 12 manna hópnum sem Ingi Þór var búinn að velja, ákvað hann að velja Pétur inn og kemur það engum á óvart miðað við frammistöðuna undanfarið.
Tindastóll á því fjóra leikmenn núna í yngri landsliðum Íslands, en U-16 og U-18 ára landsliðin halda senn til Svíþjóðar til leiks á Norðurlandamótinu, en U-15 ára liðin taka þátt í Copenhagen Invitational mótinu í júní.