Skin og skúrir hjá 8.fl.stelpna

Það skiptast á skin og skúrir hjá stelpunum í 8. flokki körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Um miðjan október fóru þær í Stykkishólm og kepptu í B-riðli Íslandsmótsins og höfðu sigur í öllum leikjum sínum og færðust þannig upp í A-riðil. Þar var róðurinn heldur þyngri og ekki bætti úr skák að Áróra og Alexandra meiddust báðar í fyrsta leik, tapi gegn geysisterku Keflavíkurliði, þannig að þá taldi hópurinn einungis 9 stelpur í þá 3 leiki sem eftir voru.

Seinni leikur laugardagsins gekk öllu betur en lauk þó með tapi gegn Grindavík. Stelpurnar tóku svo sunnudaginn snemma. Hallgerður meiddist í upphitun og því voru það einungis 8 stelpur sem kláruðu seinni tvo leikina, gegn Njarðvík og KR. Skemmst er frá að segja að þeir leikir töpuðust báðir en stelpurnar geta borið höfuðið hátt og koma reynslunni ríkari frá þessu ævintýri. Áfram Tindastóll!
Tekið af facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls og myndir eru hér.