Tap í Grindavík

Meistaraflokkur kvenna fór erfiða ferð suður í Grindavík í gær. 
Grindvíkingar (Grindavík b) mættu mun ákveðnari til leiks og náðu strax töluverðu forskoti, 8-2. Þær juku það svo í 14-4 en Tindastólsstúlkur hrukku þá í gang og náðu að jafna stöðuna um miðjan annan leikhluta, 24-24. Það dugði þó ekki til þar sem Grindvíkingar tóku þá stórt áhlaup og munurinn allt í einu 10 stig. Stelpurnar okkar náðu aldrei upp þessum mun og endaði leikurinn 57-43 fyrir Grindavík.
Nú hafa stelpurnar spilað 4 af 14 leikjum vetrarins. Þær hafa unnið tvo leiki og eru því með fjögur stig. Þær eiga eftir þrjá leiki fram að jólum. Þeir eru 16. nóvember á móti Stjörnunni á útivelli, 25.nóvember á útivelli á móti Þór Ak og að lokum heimaleikur 8. desember þegar stelpurnar taka á móti Breiðablik.