Tap fyrir KR

Tindastólstrákarnir töpuðu fyrir KR-ingum í kvöld með 21 stigi. 90-69 voru lokatölur. Okkar menn ekki dottnir í gírinn ennþá.

Leikurinn þróaðist þannig í stuttu tapleiks útgáfunni að strákarnir voru inn í leiknum í fyrsta leikhluta, misstu KR-inga 10 stigum fram úr sér í öðrum leikhluta og fram í þriðja leikhluta og svo sigldu KR-ingarnir þessu í örugga höfn í þeim fjórða eftir að hafa náð 20 stiga forskoti.

Liðin skiptust á að brjóta á sér eða tapa boltanum meira og minna allan leikinn og allt í allt voru dæmdar 44 villur og 39 boltar töpuðust þannig að körfuboltinn sem var spilaður í DHL höllinni í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti. Sú tölfræði sem svíður samt mest, fyrir utan heildarstigatölfræðina, er sú að KR-ingar gripu 39 fráköst á móti 20 fráköstum frá okkur. Sem þýðir að fyrir hvert frákast sem við tókum tóku KR-ingar tvö, sem er ekki nógu gott.

En Tindastólsliðið hefur svo sem átt slæma daga í DHL höllinni áður án þess að tímabilið hafi verið ónýtt þannig að það er bara næsti leikur í deild sem er á móti KFÍ 19. október næstkomandi. Það hljómar sem ákaflega góður dagur til að hefja tímabilið.

Tölfræði má sjá hér