Tap gegn Stjörnunni í Garðabænum

Tindastóll tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabænum í gær 101-84 og sitja enn á botni deildarinnar með 4 stig. Strákarnir börðust þó vel og áttu ágæta spretti inn á milli, en Garðbæingar voru einfaldlega of sterkir gegn löskuðu liði okkar manna.

Þröstur Leó lék ekki með vegna meiðsla og þá er Drew Gibson meiddur líka og getur ekki beitt sér af fullum krafti. Liðið saknar sárlega þeirra félaga, sér í lagi Þrastar eins og hann var að spila fyrir jólafríið. Pétur Rúnar Birgisson gladdi augað í gær, en pilturinn sá var að koma úr fjölliðamóti með 11. flokki þar sem strákarnir unnu sig upp A-riðil á nýjan leik. Pétur lék í 27 mínútur í leiknum, setti 11 stig, tók 4 fráköst og sendi 4 stoðsendingar.

Umfjöllun karfan.is.

Tölfræði leiksins.

Næsti leikur Tindastóls er hér heima gegn KR á fimmtudaginn.