Tap hjá stúlknaflokki gegn Keflavík í bikarnum

Stúlknaflokkur sameiginlegs liðs KFÍ og Tindastóls tók á móti firnasterku liði Keflavíkur í bikarkeppni stúlknaflokks í gær og tapaði 43-81.

Tindastóll mannaði þennan leik eingöngu og því komu stúlkurnar ekki frá Ísafirði í leikinn. Keflavík byrjaði gríðarlega sterkt og fyrstu stig heimastúlkna komu í stöðunni 0-25. Staðan í hálfleik var 16-41.

Við lok þriðja leikhlutans var staðan 29-61 og lokatölur eins og áður sagði 43-81.

Stelpurnar náðu sér ekki á strik í upphafi gegn sterkri pressuvörn Keflvíkinga, en þegar þær höfðu hrist af sér hrollinn fóru þær að spila betur og börðust eins og ljón út allan leikinn.

Stigaskor:  Árdís Eva 12, Bríet Lilja 11, Ólína Sif 9, Kolbrún Ósk 5, Guðlaug Rún 4 og Valdís Ósk 2.

Þar með er sameiginlegt lið KFÍ og Tindastóls úr leik í bikarkeppni KKÍ.