- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll rúllaði yfir lið Breiðabliks í 1. deild karla á föstudagskvöldið á heimavelli en leikurinn endaði 108 – 75. Leikurinn var jafn til að byrja með en eftir fyrsta leikhluta var staðan 21 – 21. Í öðrum leikhluta sigu Stólarnir framúr en upp úr miðjum leikhlutanum breyttu Stólarnir stöðunni úr 35 – 32 í 47 – 36 sem urðu hálfleikstölur.
Seinni hálfleikur var gestunum erfiður en þá tóku Stólarnir öll völd á vellinum og juku forskotið jafnt og þétt með þéttri vörn og markvissum sóknum sem oftar en ekki skiluðu stigum. Eftir þriðja leikhluta var staðan 80 – 54 Stólum í hag. Áfram héldu heimamenn uppteknum hætti í fjórða leikhluta og uppskáru sanngjarnan sigur á frekar úrræðasnauðum Blikum 108 – 75.
Stig Stólanna í kvöld skoruðu þeir Antoine Proctor 26, Darrell Flake 22, Helgi Rafn 13, Helgi Freyr 12, Ingvi Rafn 11, Pétur Rúnar 10, Páll Bárðar 8, Sigurður Páll 4 og Þröstur Kára 2 stig.