- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Hjá gestunum var Justin Shouse aðal maðurinn eins og svo oft áður með 34 stig
auk 7 stoðsendinga. Einnig stóð Brian Mills sig ágætlega á meðan hans naut við
en hann var í villuvandræðum í kvöld rétt eins og Helgi Rafn hjá Tindastól en
þeir luku leiknum í sameiningu þegar þeir fengu báðir sínar fimmtu villu þegar
þeir stigu léttan dans í teignum sem endaði með því að þeir tóku sniðglímu á
lofti gegn hvorum öðrum sem endaði á því að dómarinn kallaði yppon og báðir
þurftu að setjast á bekkinn, stórgott atriði þó svo að hvorugur leikmaðurinn skyldi
af hverju var dæmt á þá.
Hjá Tindastól voru margir leikmenn að skila virkilega góðum leik í kvöld, það
voru til að mynda sjö leikmenn sem náðu tveggja stafa tölu í stigum. George
Valentine virðist allur vera að koma til og átti prýðisleik með 22 stig og 8
fráköst. Helgi Freyr er búinn að vera heitur í viku núna og er farinn að minna
á drenginn sem var borinn á kóngastól þegar hann var í menntaskóla í
Bandaríkjunum og vonandi að skothöndin hjá honum sé ekkert að fara að kólna.
Svabbi sýndi gamalkunna takta og skoraði 18 stig á aðeins 16 mínútum. Þröstur Leó
virðist vera smitberi, að því leitinu til að hann smitar samherja sína af
eldmóð og eljusemi. Svo verður maður einnig að minnast á þátt Sigtryggs Arnars
Björnssonar, eða Arnar eins og hann er kallaður. Innkoma hans í þriðja
leikhluta varð til þess að leiðir fóru að skilja á milli liðanna, hann náði að
stýra liðinu ágætlega og var góður í að finna opna menn enda endaði hann með 7
stoðsendingar auk 11 stiga.
Tindastóll er
farið að minna óþægilega mikið á stórlið Liverpool í ensku knattspyrnunni,
bestir í deildabikarnum en geta svo ekkert í deildinni.
Það er því vonandi að lið Tindastól nái að yfirfæra góðan leik í Lengjubikarnum
yfir á Domino´s deildina svo að þessari samlíkingu geti lokið sem allra allra
fyrst.