Uppskeruhátíð yngri flokka haldin í gær

Uppskeruhátíð yngri flokkanna var haldin í gær í íþróttahúsinu. Ágætlega var mætt af iðkendum og foreldrum og eftir afhendingu viðurkenninga var boðið upp á pylsur sem runnu ljúflega ofan í mannskapinn.

Eiríkur Loftsson, formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar, fór yfir starfið í vetur og verður ekki annað sagt en að það hafi verið með glæsilegra móti. Iðkendur voru um 140 talsins, 11 flokkar voru sendir í Íslandsmót, fimm lið komust í úrslitakeppnina, þar af fjögur í undanúrslit og félagið eignaðist fjóra leikmenn í yngri landsliðum Íslands, auk mun fleiri í æfingahópum. Sannarlega eftirtektarvert tímabil að baki.

Iðkendur í míkró- og minnibolta fengu afhentar viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í starfi vetrarins, en það er í samræmi við stefnu körfuknattleiksdeildar sem Fyrirmyndarfélags ÍSÍ.

Í íslandsmótsflokkunum voru hins vegar afhent verðlaun fyrir árangur í vetur og voru það verðlaun fyrir áhuga og ástundun, mestar framfarir og leikmann ársins. Verðlaunahafar urðu eftirtaldir, en bókstafirnir fyrir framan tákna í hvaða riðlum liðin léku í þeim fjórum umferðum sem spilaðar eru í Íslandsmóti yngri flokka;

ABBB 8.flokkur stúlkna  (7.og 8.bekkur) – Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir

Áhugi/ástundun: Dagmar Björg Rúnarsdóttir

Framfarir: Hallgerður Erla Hjaltadóttir

Leikmaður ársins: Hafdís Lind Sigurjónsdóttir

 

AAAA  9.flokkur stúlkna  (9.bekkur) – Karl Jónsson

Áhugi/ástundun: Jóna María Eiríksdóttir

Framfarir: Valdís Ósk Óladóttir

Leikmaður ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir

 

BBBA 10.flokkur stúlkna  (9.-10.bekkur) – Karl Jónsson

Framfarir: Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir

Leikmaður ársins: Árdís Eva Skaftadóttir

 

BBBA  Stúlknaflokkur með KFÍ (´96 árgangurinn og yngri) – Karl Jónsson

Framfarir: Guðfinna Olga Sveinsdóttir

Leikmaður ársins: Ólína Sif Einarsdóttir

 

DCCC  7.flokkur drengja (6.og 7.bekkur) – Hreinn Gunnar Birgisson

Áhugi/ástundun: Hlynur Þrastarson

Framfarir: Óðinn Albertsson

Leikmaður ársins: Jón Arnar Pétursson

 

DCCB 8.flokkur drengja  (8.bekkur) – Oddur Ben

Áhugi/ástundun: Hartmann Felix Steingrímsson

Framfarir: Halldór Broddi Þorsteinsson

Leikmaður ársins: Örvar Pálmi Örvarsson

 

DCBB 9.flokkur drengja (8.og 9.bekkur)  - Oddur Ben

Áhugi/ástundun: Elvar Ingi Hjartarson

Framfarir: Ólafur Már Rúnarsson

Leikmaður ársins: Pálmi Þórsson

 

BCBC 10.flokkur drengja  (10.bekkur)  -  Oddur Ben

Áhugi/ástundun: Hlynur Freyr Einarsson

Framfarir: Bragi Örn Hilmarsson

Leikmaður ársins: Leó Snær Kolbeinsson

 

 ABAB+ 11.flokkur drengja  (´96 árgangurinn) -  Bárður Eyþórsson

Undanúrslit í bikarkeppni

Áhugi/ástundun: Finnbogi Bjarnason

Framfarir: Viðar Ágústsson

Leikmaður ársins: Pétur Rúnar Birgisson

 

Drengja- og unglingaflokkur  (´92 árgangurinn og yngri) -  Bárður Eyþórsson

Urðu í 2ru sæti í sínum  riðli og  8 liða úrslit.  Vann drengjaflokkurinn sinn leik og komst áfram í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvík  með einni körfu.

Áhugi/ástundun: Árni Freyr Sigurðsson

Framfarir: Sigurður Páll Stefánsson

Leikmaður ársins:  Ingvi Rafn Ingvarsson