Áframhaldandi fjölliðamót yngri flokkanna um helgina

Nú eru fjölliðamótin komin á fullt og um síðustu helgi tóku fjögur lið frá Tindastóli þátt í fyrstu umferð þeirra. Nú er komið að 10. flokki karla, 9. flokki stúlkna og 7. flokki karla auk þess sem unglingaflokkur karla spilar á föstudagskvöldið.

10. flokkur drengja spilar hér heima í B-riðli undir stjórn Odds Benediktssonar. Leikjaniðurröðun þeirra er svona;

20-10-2012 13:00 @ Stjarnan 10. fl. dr. - Sauðárkrókur
20-10-2012 15:30 @ ÍR 10. fl. dr. - Sauðárkrókur
21-10-2012 09:00 @ Breiðablik 10. fl. dr. - Sauðárkrókur
21-10-2012 11:30 @ Keflavík 10. fl. dr. - Sauðárkrókur

9. flokkur stúlkna leggur land undir fót og tekur þátt í A-riðilsmóti á Flúðum. Þjálfari stúlknanna er Karl Jónsson. Leikjaplanið er svona;

Laugardagur

14.30 Njarðvík - Tindastóll

17.00 Keflavík - Tindastóll

 

Sunnudagur

21-10-2012 09:00

gegn Hrunamenn 9. fl. st.

21-10-2012 12:45

@ Breiðablik 9. fl. st.

7. flokkur drengja keppir svo í Kennaraháskólanum á laugardaginn í D-riðli. Þeir eru nýtt lið í Íslandsmóti og hefja því leik í neðsta riðlinum. Þjálfari strákanna er Hreinn Gunnar Birgisson. Leikjaplanið er svona;

20-10-2012 12:00 @ Ármann 7. fl. dr. - Kennaraháskólinn
20-10-2012 14:00 @ Höttur 7. fl. dr. - Kennaraháskólinn
20-10-2012 16:00 @ Sindri 7. fl. dr. - Kennaraháskólinn

Þá spilar unglingaflokkur karla sinn annan leik í Íslandsmótinu gegn KFÍ á föstudagskvöldið, strax á eftir leik sömu liða í Domino's deildinni.

Vegna fjölliðamóts 10. flokks, verða helgaræfingar færða niður í barnaskólasal og kennslustund í körfuboltaskólanum fellur niður.