- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Kæru foreldrar og iðkendur.
Í ljósi nýjustu tilskipana yfirvalda vegna Covid-19 hefur Körfuboltabúðum Tindastóls 2020 verið aflýst. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi Vestra með miklum trega. Þessi ákvörðun er ekki síst erfið vegna allra þeirra iðkenda sem skráðir voru í búðirnar og sáu fram á skemmtilega körfuboltadaga á Sauðárkróki.
Forsjáraðilar þátttakenda hafa nú þegar fengið tölvupóst frá okkur. Ef það er einhver sem hefur ekki fengið þann póst þá má endilega senda okkur skilaboð á budirtindastoll@gmail.com
Með körfuboltakveðju frá Sauðárkróki
Stjórn kkd Tindastóls og Unglingaráð kkd Tindastóls